Skip to main content
search

Hugmyndin að stofnun umboðssölu á notuðum dekkjum og felgum

Hugmyndin að stofnun umboðssölu á notuðum dekkjum og felgum kviknaði eftir að eigandi fyrirtækisins hafði eytt miklum tíma í að leita að notuðum dekkjum og felgum á sumardögum 2009.

Sú reynsla leiddi í ljós að til eru margar síður þar sem hægt er að finna á misskipulagðan hátt það sem leitað er eftir. Þegar búið er að finna það sem leitað er að þarf síðan að eltast við að gera tilboð…..bíða eftir svari….gera nýtt tilboð….mæla sér mót við seljanda….keyra til að skoða og svo frv……

Þeir sem eru að selja vöruna eru í stanslausum uppfæringum, taka á móti tilboðum, mæla sér mót við kaupanda og svo frv og frv.

Með því að koma þessu öllu á einn stað, með skipulögðu utanumhaldi er verið að spara mikla vinnu og mikinn tíma hjá mjög mörgum, ásamt því að auka líkurnar töluvert á að vara seljist og kaupendur eru mun betur tryggðir fyrir að fá þá vöru í hendur sem leitað er eftir, bæði hvað varðar verð og gæði.

Samanteknir kostir hugmyndarinnar eru

  1. Sá sem selur dekkin er að skapa verðmæti sem annars liggja í geymslunni eða bílskúrnum.
  2. Einhver annar á heimilinu getur nýtt sér plássið sem myndast…. 🙂
  3. Sá sem kaupir getur verið að gera mjög góð kaup ásamt því að auka öryggi sitt um að vara sé í lagi.
  4. Verið er að nýta verðmæti betur sem nú þegar til eru í landinu sem er gott fyrir þjóð sem á takmarkaðan aðgang að gjaldeyri.
  5. Með því að nýta dekk betur er verið að draga úr mengun og losun.
  6. Við hjá Dekkjasölunni erum að skapa okkur vinnu og ætlum að veita góða þjónustu, brosa og vera hressir þannig að héðan út fara allir í góðu skapi.

Allt þetta á einum stað!

Close Menu