Skip to main content
search

Hvað er Duftlökkun / Dufthúðun?

Duftlökkun á felgur er ferli sem myndar níðsterka og áferðarfallega húð

Hægt er að taka tærðar og flagnaðar felgur og gera þær eins og nýjar eða betri en nýjar þar sem duftlökkun er töluvert sterkari og auðveldari í meðförum/umhirðu en hefðbundin lökkun.

Ferlið gengur þannig fyrir sig:

 1. Felgurnar eru sandblásnar (granítblásnar) mjög vandlega þar sem minnstu óhreindi eða óvandvirkni getur komið fram á seinni stigum vinnslunnar.
 2. Felgurnar eru settar í ofn og hitaðar í ca. 200° C þar til efnið er gegnheitt ásamt því að gengið er úr skugga um að allur raki sé farinn úr efninu.
 3. Epoxy grunni er sprautað á og hann innbakaður í felgurnar í ofninum.
 4. Litnum (polyester) er sprautað á felgurnar og aftur innbakað í ofninum.
 5. Glæru (Epoxy) sprautað yfir og bakað í síðasta skiptið.

Hvernig gengur þetta fyrir sig? Fyrst er mætt á Dekkjasöluna að Dalshrauni 16 þar sem farið er yfir ferlið (kostnaður, tími, litir og svo frv.). Ef samningar nást lánar Dekkjasalan þér annan gang undir bílinn meðan verið er að vinna felgurnar þínar, þannig að þú getur haldið áfram að nota bílinn á meðan verið er að vinna felgurnar.

Hvað kostar?

Verðskrá fyrir duftlökkun má sjá sundurliðaða undir flipanum „Verðskrá“ efst á síðunni og þar er annars vegar heildarverð á hefðbundnum felgum, þá er verið að tala um „MEÐ ÖLLU“ (Lánsfelgum og dekkjum, öllum dekkjaskiptum, nýjum ventlum, jafnvægisstillingum, undirsetningu og svo frv. Hins vegar er verðskrá ef komið er með felgur dekkjalausar. Í verðskránni er einnig skrá yfir aukakostnað sem getur bæst við, sjá hér neðar.

Er einhver aukakostnaður? Hér eftir eru listuð upp nokkur atriði sem geta valdið aukakostnaði ásamt nokkrum þjónustu atriðum sem hægt er að fá aukalega.

 1. Skökk / Skakkar felgur: Allar felgur sem fara í Dufthúðun eru yfirfarnar áður en lagt er af stað, ef til staðar er skekkja eða skemmd sem gæti haft áhrif á aksturseiginleika eða öryggi lögum við felgur í sérstakri felguréttingavél. Kostnaður er misjafn eftir því hversu mikil skemmd er en oftast á bilinu kr. 9-15 þús.
 2. Krómfelgur tökum við ekki í vinnslu. Öll vinna á krómfelgum er tímafrek ásamt töluvert meiri efnisnotkun. Útkoman er í langflestum tilfellum mjög slæm og lokaáferðin er grófari en á hefðbundnum álfelgum. Síðast en ekki síst þá flagnar húðin mjög fljótlega af. Í stuttu máli þá er þetta dýrt, verður ljótt og endist ekki neitt.  Hér á staðnum höfum við “fyrrverandi krómfelgur” til að sýna hvernig útkoman verður.
 3. Stórar – breiðar felgur. Öll afbrigði sem af augljósum ástæðum leiða til tíma og eða- efnisaukningar bera einhvern aukakostnað. Viðmið er ef felga er breiðari en 10″ eða stærri en 17″ fer hún að bera aukakostnað.
 4. Felgur sem hafa verið Duftlakkaðar áður eða koma með sterkum epoxý grunni bera aukakostnað. Þar bætist við ferlið að það þarf að brenna húðina af áður en byrjað er að blása felgurnar. Margir hafa aðstöðu til að brenna sjálfir húðina af felgunum og leiðbeinum við þeim sem það vilja.
 5. Miðjulok. Oft eru miðjulok farin að láta á sjá, þau brotin eða hreinlega að þau vantar. Við aðstoðum við að ganga frá miðjunum á sómasamlegan hátt t.d. sprauta lokin, panta ný og svo frv.
 6. Felguboltar / rær. Ný pólýhúðaðar felgur – gamlir ryðgaðir boltar / rær….. við eigum rær og felgubolta á nánast alla bíla ef vilji er fyrir því.

Hver eru gæðin / endingin? Duftlökkun er mjög sterk og getur enst í fleiri ár. Erfitt er að gefa upp nákvæman tíma. Efnasamsetning þ.e.a.s. “álblandan” í felgunum hefur áhrif á endingu. Eftir því sem felgur eru meira tærðar og flagnaðar er meiri hætta að það komi fram í styttri endingu. Efnin sem við notum eiga að vera UV þolin, þ.e.a.s. ekki á að eiga sér stað upplitun vegna sólarljóss. Öll ábyrgð er í samræmi við neytendalöggjöf.

Hvað tekur þetta langan tíma? 5-8 virkir dagar er viðmiðunartíminn. Þeim um meiri tími sem við höfum eru vinnubrögðin vandaðri……. meiri tími til rakalosunar og svo frv.

Er hægt að setja felgur upp í eins duftlakkaðar felgur?  Já, ef við eigum við eins felgur á lager setjum við þær felgur undir bílinn og tökum gömlu felgurnar í staðinn.

Ef einhverjar spurningar vakna getur þú haft samband í síma 587-3757 eða komið á Dalshraun 16 í Hafnarfirði og við förum yfir hvaða möguleikar eru í boði.

 

Close Menu