Skip to main content
search

Hér má sjá söluskilmála eins og þeir birtast á reikningum viðskiptavina:

Réttur neytenda fer eftir ákvæðum laga nr. 48/2003 en um kaup annarra gilda lög nr. 50/2000. *Umboðsvara – Viðskipti með lausafé frá einstaklingum (umboðssala) ber ekki virðisaukaskatt og er farið með samkvæmt 10. gr.a. laga nr. 50/1988. Dekkjasalan ehf. er ekki eigandi hins selda lausafjár og ábyrgist ekki eiginleika söluhlutar gagnvart kaupanda. – Nauðsynlegt er að athuga loftþrýsting ásamt herslu á felguróm/boltum reglulega, sérstaklega fyrst eftir umfelgun, innan tveggja daga eða 30-40 km. Ef ekki er hugað að áðurgreindum atriðum hefur það í för með sér aukna slysahættu og/eða hættu á skemmdum. Ábyrgð söluaðila nær ekki til tjóns sem hlýst af notkun gallalausra vara sem seldar eru í versluninni. Öll notkun er á ábyrgð kaupanda ásamt skemmdum sem af því hljótast. – Viðskiptafærður reikningur eða millifærslukrafa í banka stofnast sem krafa í heimabanka. – Þessi reikningur er rafrænt ytra frumgagn skv. reglugerð nr. 505/2013

Close Menu