Skip to main content
search

Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar um dekk, felgur og hjólabúnað

Hér koma inn hagnýtar upplýsingar er varða dekk, felgur og annað er varðar hjólabúnað. Einnig eigum við eftir að setja inn linka (krækjur) á áhugaverðar vefsíður er fjalla um sama efni og annað bílatengt.

Fróðleg frétt um loftþrýsting

Hér er linkur inn á frétt sem sýnir áhugaverðar staðreyndir um loftþrýsting í dekkjum. http://www.mbl.is/bill/frettir/2013/05/15/vilja_athuga_dekkin_manadarlega

Upplýsingar um réttan loftþrýsting má oftast finna í dyrafalsi bílstjórahurðar eða inn í bensínloki á flestum bílum. Þumalputtareglan er í venjulegum fólksbíladekkjum, jepplingum og jeppum þá er loftþrýstingurinn á bilinu 28-32 pund. Í low profile dekkjum þá er ráðlegt að setja 36-40 pund. Annars er um að gera að renna við á næsta hjólbarðaverkstæði og fá ráðleggingar eða hringja í okkur hérna á Dekkjasölunni í síma 587-3757.

Dekkjastærðir – leiðbeiningar

Venjulega er hægt að nota nokkrar stærðir af dekkjum á bílinn. Algengt er að bíll sé ekki á þeirri stærð sem gefin er upp á hann í skránigarskírteini. Í flestum tilfellum er búið að stækka dekk frá upprunalegri stærð. Ástæður geta verið nokkrar. T.d. eru betri aksturseiginleikar, sérstaklega að hafa stærri belg í vetrarakstri. Fyrsti eigandi eða umboðið getur hafa sett aðrar felgur t.d. álfelgur undir bílinn og þá stundum í annarri stærð en hann er skráður á í upphafi. Einnig verja belgmeiri dekk felgur mun betur en þegar prófíllin er lár.

Sumir eldri bílar eru líka farnir að vera með slappari fjöðrunarbúnað en nýjir og þá munar um hvern sentimetra sem bíllinn hækkar frá götunni, til að hann rekist ekki niður. Þannig að betra er að fara vel í gegnum þessa hluti áður en keypt eru ný dekk. Hæð dekkja sem hægt er að setja undir takmarkast svo af nálægð hjólskálar (innra brettið) og í sumum tilfellum demparafestingar.

Stærð dekkja er skráð á hlið þeirra. Ef tekið er dæmi um mjög algenga fólksbílastærð sem er 195/65R15 þá þýðir þessi talnaruna að dekkið er 19,5 cm á breidd, hæðin frá felgu upp á bana er 65% af 19,5 cm. og felgustærðin er 15 tommur. Þannig er hægt að umreikna hæð dekksins sem er þá gert með eftirfarandi hætti: 19,5 x 65% = 12,675cm  => 12,675cm x 2 (bæði uppi og niðri) = 25,35 cm og bæta svo við hæð felgunnar sem er 15″ x 2,54 = 38,1 cm  og svo að leggja allt saman =>  25,35 cm + 38,1 cm = 63,45 cm eða 24,98″ (63,45 / 2,54). Hægt er að nálgast reiknivélar á netinu til að umreikna og bera saman t.d.HÉR.

Flestir bílar taka að minnsta kosti einu prófílnúmeri stærri dekk en gefin eru upp í skráningarskírteini þ.e.a.s. bíll sem gefinn er upp með dekkjastærð 195/60R15 tekur líklega stærð 195/65R15 og svo frv. Stundum er hægt að stækka töluvert meira. Margir halda því fram að bílar eyði meira ef þeir eru á stærri dekkjum. Eitthvað er til í því en þess ber að geta að taka verður inn í samanburðinn ummálsbreytingu á dekkjum þ.e.a.s. á minni dekkjum er bíllinn fyrr að sýna 100 km. akstur en á stærri dekkjum og þar afleiðandi minni eyðslu.

Á sumum bílum er ekki ráðlagt að hreyfa mikið við stærðum. Ástæða þess er t.d. á nýjum bílum með mjög fullkomnartölvustillingar getur það haft áhrif á virkni bílsins ef settar eru aðrar stærðir. Í þeim tilfellum þar sem það er gert þá þarf að stilla bílinn upp á nýtt hjá umboði.

Þegar verið er að stækka felgur er svo notuð fyrrgreind formúla til að finna réttar dekkjastærðir í annarri fegustærð. T.d. er mjög algengt að þegar fólksbíll sem er á stærðinni 195/65R15 er settur á 16″ felgur þá er notuð dekkjastærðin 205/55R16 en hæðarmunurinn á þessum stærðim er 0,3 cm. Ef valdar eru 17″ felgur er algeng stærð 225/45R17 sem er sama hæð og195/65R15 og svo frv.

Allar frekari upplýsingar veitum við á Dekkjasalan ehf. Dalshrauni 16, sími 587-3757

Close Menu