Skip to main content
search

Hvernig virkar leitin á síðunni?

Leiðbeiningar um hvernig hægt er að nota leitargluggann

Nákvæm leit? Hér eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að nota leitargluggann hér að ofan til að auðvelda sér að finna þá vöru sem leitað er að.

Leit að dekkjum (pörum eða heilum göngum) Skrifið stærðina á dekkjunum sem leitað er að í leitargluggann með eftirfarandi hætti t.d. 195-65-15 ef leitað er að stærðinni 195/65R15 og þá koma upp pör og gangar í þeirri stærð. Stærðin á dekkjunum er skrifuð á hliðinni á þeim oftast með stórum stöfumc.a. miðja vegu frá felgu að bana og svo með litlum stöfum nálægt felgu.

ATH. að oft er hægt að nota aðrar stærðir undir bílinn, nánari upplýsingar þar um er að finna hér á heimasíðunni undir flokknum FYRIR NÖRDANA   eða hringja í okkur á Dekkjasölunni í síma 587-3757 og fá upplýsingar.

Leit að Stökum dekkjum. Skrifið stærðina á dekkjunum sem leitað er að í leitargluggann með eftirfarandi hætti t.d. 195/65/15 ef leitað er að stærðinni 195/65R15 og þá koma upp stök dekk í þeirri stærð. Stærðin á dekkjunum er skrifuð á hliðinni á þeim oftast með stórum stöfum c.a. miðja vegu frá felgu að bana og svo með litlum stöfum nálægt felgu. Ef leitað er að dekki í sérstakri gerð t.d. Michelin í stærðinni 205/55/16 skrifið þá stærðina og tegundina í gluggann. ATH. að í sumum tilfellum er hægt að setja aðra gerð með ef ekki er til eins stakt. Eins er til í dæminu að dekk sem eru eins heita ekki það sama. Allar frekari upplýsingar hjá Dekkjasölunni í síma 587-3757.

Leit að felgugöngum. Best er að leita að felgum eftir gatadeilingu. Ef þú ert ekki viss um gatadeilinguna á bílnum þá getur þú smellt HÉR eða HÉR. Gatadeilingin er svo skrifuð í leitargluggann með eftirfarandi hætti t.d 4×100 og þá koma upp allir felgugangar með þeirri gatadeilingu. Hægt er að þrengja leitina meira og skrifa felgustærðina fyrir aftan gatadeilingu t.d. 4×100 15″ og svo frv.

Leit að stökum felgum. Best er að leita að felgu eftir gatadeilingu. Ef þú ert ekki viss um gatadeilinguna á bílnum þá getur þú smellt HÉR eða HÉR. Gatadeilingin er svo skrifuð í leitargluggann með eftirfarandi hætti t.d 4*100 og þá koma upp allar stakar felgur með þeirri gatadeilingu. Hægt er að þrengja leitina meira og skrifa felgustærðina fyrir aftan gatadeilingu t.d. 4*100 15″ og svo frv. t.d. 5*100 17″ Subaru ef leitað er að original 17″ felgu á Subaru.

Hjólkoppar 4 stk. eins. Sláið inn í leitargluggann Koppar og stærðina. T.d. Koppar 14″ og þá koma öll sett af 14″ koppum. Bætið við bíltegund ef þurfa þykir til nánari aðgreiningar t.d. Koppar 14″ Toyota.

Close Menu