Hvernig kviknaði hugmyndin?

Umboðssala fyrir dekk er viðskiptahugmynd sem kviknaði árið 2009

Umboðssala fyrir dekk er viðskiptahugmynd sem kviknaði árið 2009 þegar stofnandi fyrirtækisins var staddur í vinnu úti á landi og var að leita sér að dekkjum og felgum undir bílinn sinn. Það virtist vera mikið magn af dekkjum til sölu um allt land og margir sem lágu með lager af slíkri vöru í bílskúrnum eða geymslunni. Það eina sem vantaði var skipulegur markaður með þessa vöru, eitthvað aðgengilegt.

Með því að koma þessu öllu á einn stað, með skipulögðu utanumhaldi er verið að spara mikla vinnu og mikinn tíma hjá mjög mörgum, ásamt því að auka líkurnar töluvert á að vara seljist og kaupendur eru mun betur tryggðir fyrir að fá þá vöru í hendur sem leitað er eftir, bæði hvað varðar verð og gæði.

Þróun fyrirtækisins hefur verið hröð og hefur fylgt þörfum markaðarins t.d. sér Dekkjasalan um að pólýhúða felgur sem byrjað er að sjá á, ásamt því að bjóða mikið úrval af nýjum felgum til sölu.

Dekkjasalan bíður uppá mikið úrval af nýjum dekkjum og hefur kappkostað við að velja gæðadekk á góðu verði fyrir sína viðskiptavini.

Stofnandi fyrirtækisins er Valdimar Sigurjónsson og var fyrsta árið eini starfsmaðurinn.

Á árinu 2011 bættust tveir starfsmenn við og á árinu 2012 var starfsmannafjöldinn 4-6 starfsmenn.

Samanteknir kostir hugmyndarinnar eru

 1. Sá sem selur dekkin er að skapa verðmæti sem annars liggja í geymslunni eða bílskúrnum.
 2. Einhver annar á heimilinu getur nýtt sér plássið sem myndast…. ?
 3. Sá sem kaupir getur verið að gera mjög góð kaup ásamt því að auka öryggi sitt um að vara sé í lagi.
 4. Verið er að nýta verðmæti betur sem nú þegar til eru í landinu sem er gott fyrir þjóð sem á takmarkaðan aðgang að gjaldeyri.
 5. Með því að nýta dekk betur er verið að draga úr mengun og losun.
 6. Við hjá Dekkjasölunni erum að skapa okkur vinnu og ætlum að veita góða þjónustu, brosa og vera hressir þannig að héðan út fara allir í góðu skapi.

Allt þetta á einum stað!

Starfsmenn

Hjá fyrirtækinu í dag starfa eftirtaldir

 • Valdimar Sigurjónsson
 • Ástþór Ernir Hrafnsson
 • Guðlaugur Valdimarsson
 • Egidijus Vilimas
 • Donatas Kacinskis
 • Mantas Sepanskis