Um skráningu í umboðssölu

Skráning í umboðssölu – Skref fyrir skref

1. Kynnið ykkur skilmála Dekkjasölunnar ehf.

2. Takið niður upplýsingar um þær vörur sem þið viljið koma í umboðssölu, tegund, stærð og almenna lýsingu. Stærðina finnið þið í þriggja númera talnaröð á hlið dekksins t.d. 185-65-14.

3. Hafið samband við Dekkjasöluna ehf. með því að hringja í síma 587-3757, GSM: 777-3757 eða sendið tölvupóst á dekkjasalan@dekkjasalan.is og látið vita hvaða vöru þið hafið áhuga á að koma með í umboðssölu. (gert til að ekki sé farin fýluferð.)

Ekki eru allar vörur sem koma teknar í sölu. T.d. er ekki ráðlegt að koma með sumardekk á haustin og vetrardekk á vorin.

Við erum tregir til að taka stök dekk í sölu nema um mjög góð eintök sé að ræða. Pör eru velkomin en þegar um þrjú stykki er að ræða skráum við það inn sem par og þriðja dekkið fer ekki inn á samning nema í algerum undantekningartilvikum.

Ef munstursdýpt er komin undir 5 mm er ekki ráðlegt að koma með dekk í sölu.

Ef þið eruð í vafa um hvort dekk séu í lagi eða ekki komið með þau til okkar og við metum þau. Ef dekk eru ónýt tökum við á móti þeim endurgjaldslaust og komum í förgun.

Við tökum einnig á móti felgum í umboðssölu. Við setjum allar felgur í vél til að sjá hvort þær séu skakkar eða skemmdar og tökum ekki á móti þeim ef svo er. Mælum við með að fólk þrífi felgur sem koma inn mjög vel og komi þeim í söluvænt ástand. Við tökum sérstakt gjald eða kr. 500.- á stk. fyrir felguþrif þegar þær koma inn ósölulegar vegna óhreininda.

Athuga skal líka að felgur sem eru með illa farna húð eru ósöluvænar og ef það vantar miðjur hefur það fælandi áhrif á sölu. Bæði áðurgreind atriði hafa mikil verðlækkandi áhrif.

Þegar við erum búin að tala saman þá fara hlutirnir að gerast.

Gull og gersemar

Um gull og gersema

Í geymslunni er að finna ýmiskonar “verðmæti” sem slæðast hingað inn. Notið undirflokkana hér til vinstir til að komast á sporið að því sem leitað er að.  Frekari upplýsingar í síma 587-3757 eða senda fyrirspurn á dekkjasalan@dekkjasalan.is

Koppar: Veldu þá stærð sem þig vantar hér til vinstri og þá birtist listi yfir þær stærðir af koppum sem til eru. Einnig er hægt að nota flýtileit með því að nota leitargluggann og skrifa stærð koppar og tegund t.d. 15″ koppar Toyota

Kerrudekk: Skráðu stærðina á dekkinu sem þig vantar inn í leitargluggann hér að ofan með eftirfarandi hætti: breidd/hæð/felgustærð t.d. 195/65/15 og þá koma upp stök dekk í þeirri stærð. Eða notaðu listan hér til vinstri.

Tjaldvagnar/Fellihýsi: Úrval af dekkjum og felgum undir tjaldvagna og fellihýsi.

Varadekk: Mikið til af varadekkjum. Til að nota leitina skrifar þú gatadeilinguna með stjörnu * t.d. 5*100 og svo tommu stærðina t.d. 15″.

Finnir þú dekk eða aðrar vörur sem vekja áhuga getur þú tekið niður vörunúmer og komið til okkar í Dalshraun 16 í Hafnarfirði til að skoða nánar og ganga frá kaupum.

Ef þú ert ákveðinn í kaup eftir skoðun á heimasíðu getur þú haft samband í síma 587-3757 og við finnum sanngjarna leið til að koma dekkjunum til þín hvar sem er á landinu.

Ef þú finnur ekki það sem þig vantar sendu okkur þá póst eða hafðu sambandi í síma 587-3757 og við getum leiðbeint í aðrar stærðir eða góð ný dekk á samkeppnishæfu verði.