Viðskiptaskilmálar

Umboðslaun eru 30% af söluverðmæti vörunnar að viðbættum 24% virðisaukaskatti sem leggst einungis á umboðslaun, þó aldrei lægri en kr. 5000.- + vsk. og aldrei hærri en kr. 30.000.- + vsk.

Söluandvirði vörunnar að frádregnum umboðslaunum, vsk. og tryggingargjaldi (ef við á) leggst inn á ofangreindan bankareikning eiganda vörunnar 10 virkum dögum eftir að sala fer fram.

Umboðsaðili skuldbindur sig að hafa vöruna í umboðssölu í allt að 8 vikur og auglýsa hana á heimasíðu sinni dekkjasalan.is, ásamt því að vera með hana til sýnis á meðan samningstíma stendur.

Seljist varan ekki innan 8 vikna samningstíma skal umboðsaðili tilkynna eiganda um endalok samnings og eigandi vörunnar skal sækja vöruna eða gera aðrar ráðstafanir í samráði við umboðsaðila.

Verði varan ekki sótt innan 10 virkra daga frá tilkynningu umboðsaðila telst Dekkjasalan ehf. vera eigandi vörunnar og getur ráðstafað henni að vild.

Eigandi getur ekki rift samningi þessum á meðan samningstíma stendur en óski hann að taka vöruna úr umboðssölu skal hann greiða 20% af áætluðu söluandvirði vörunnar að viðbættum 24% virðisaukaskatti ásamt tryggingargjaldi (ef við á).

Umboðsaðili ber enga ábyrgð á göllum sem kunna að koma fram né skemmdum sem varan kann að verða fyrir. Komi gallar fram í söluferli umboðsaðila skal hann tafarlaust tilkynna eiganda vörunnar þess efnis og er eiganda þá skylt að sækja vöruna eða gera aðrar viðeigandi ráðstafanir í samráði við umboðsaðila.

Vörur í vöruhúsi eru á ábyrgð eiganda nema hann óski eftir því að greiða tryggingargjald sem er kr. 10.- fyrir hvern einstakan hlut á sólarhring. Varan er þá tryggð á meðan samningstíma stendur gegn þjófnaði eða eyðileggingu t.d. bruna.

Komi til tryggingatjóns mun umboðsaðili greiða út 90% af áætluðu söluandvirði vörunnar innan 20 virkra daga frá tjónsdegi.

Hægt er að skoða sýnishorn af umboðssölusamning. umbodssolusamningur_synishorn.pdf

Dekkjasalan ehf. veitir skilafrest í 7 virka daga á þeim dekkjum sem keypt eru í gegnum umboðssöluna.

Skilafresturin miðast við að upp komi galli í vöru eða að dekkin standist ekki þá sölulýsingu sem farið var eftir við kaup á vöru.

Sé um galla að ræða þarf að fá skriflega útskýringu frá hjólbarðaverkstæði á því í hverju gallinn er fólginn og hvers eðlis hann er.

Skemmdir sem verða á vöru eftir afhendingu eru algerlega á ábyrgð eiganda.